6.10.2008 | 15:32
Er iphone eini síminn sem er til hjá mogganum?
Afhverju koma bara fréttir um nýjungar frá apple?
Er mogginn með samning við apple?
Allavega, þá hafa verið að koma út fullt af flottum símum, sem senda iphone aftur til 2006, sem hann á heima.
SonyEricsson var að koma með Xperia X1 sem er fyrsti Windows síminn frá SonyEricsson og er vægast sagt fullkomnasti síminn á markaðinum.
En þessi sími er með lyklaborði, Wi-Fi, 3G, HDSPA, HSUPA, GPS, Bluetooth2,1 , 3,2Mpixel myndavél, útvarpi, MP3, Micro SD slot (allt að 32GB) og fleira
Síðan var HTC gaf úr fyrir nokkru Touch Diamond
Þessi sími er svar HTC við iphone.
Mjög stílhreinn og fallegur Windows sími sem er með 2,8" skjá. Hann er fallegu valmyndakerfi. 3,2 Mpixla myndavél.
Síðan kom Samsung líka nýlega með síma, sem keppir við iphone, en hann heitir Omnia.
hann er með Windows 6,1 eins og hinir símanir, hann er með 3,2" skjá, 5 Mpixla myndavél.
Að mínu mati, þá er iphone löngu sigraður og var úreldur áður en hann kom út.
Nokia nær ekki í jólapakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Athugasemdir
Gaman að taka það fram að Windows er gjörsamlega ónýtt stýrikerfi á símum. Hef verið með það á tveimur símum (iPaq 6340 og HTC Dual Touch) og var að verða geðveikur á því.
Ég mæli miklu frekar með Symbian s60 :)
Gunnar C (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 16:53
Ætli það sé ennþá hægt að nota þessa síma til að hringja?
Gunnhildur (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:25
Langar bara til að segja eitt... það var verið að tala um Nokia símann sem var gefinn út á móti iphone... fréttin var í raun og veru ekki um iphone heldur að nokia nær ekki að spila út sínu trompi á móti iphone fyrir jól.. eins og hinir haf reinilega gert.. Kemur í raun og veru apple ekkert við....
Heiða Sigrun (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:50
Þetta er ónýtt stýrikerfi fyrir moblie. Hefur aldrei verið til friðs (ég vinn við að þjónusta þetta) Eina stabilitíð á markaðnum (fyrir fyrirtækjamarkað t.d.) er Blackberry Curve eða Bold. Það eru nánast einu tækin sem blíva.
Jón H B (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:42
Ha,..hvaða stýrikerfi er ónýtt fyrir mobile Jón H B?
Steini Thorst, 8.10.2008 kl. 13:15
Nú að sjálfsögðu Windows Mobile, ef þetta er ekki frosið þá er það hreinlega að gera á sig við að reyna að framkalla minnstu aðgerðir ... þetta er allavega mín reynsla eftir að hafa verið notandi á bæði HTC og fleiri gerðum sem styðajst við Windows.
Jón H B (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.