10.6.2008 | 16:59
Er það orðið frétta, þegar fyrirtæki gefa út nýjann síma?
Ég hef nú aldrei skilið þetta hype með þennan síma.
Þessi sími átti að vera bylting þegar hann kom út. En hann er með:
2 megapixla myndavél, þegar aðrir framleiðendur eru með 5 megapixla myndavél.
Snertiskjá, fyrsti síminn sem ég man eftir með snertiskjá er Ericsson R380. Hann kom út árið 2000.
MP3 spilara, fyrsti síminn sem ég man eftir með góðan MP3 spilara, var K750 og kom hann út árið 2005.
Wi-Fi var komið í síma árið 2005.
Hvað er svona heillandi við þennan síma?
Óvíst hvenær iPhone 3G kemur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki spurning um að vera fyrstur.
Heldur spurning um að gera hlutina rétt.
Baldvin Mar Smárason, 10.6.2008 kl. 17:04
margfallt betri snertiskjár en í öðrum símum
myndavélin er reyndar crap, en það er hvað, 1 sími með 5 mp vél
ipod touch er svo miklu meira en bara mp3 spilari, bara einfaldlega allt önnur græja (og iphone er nú bara touch með síma og myndavél)
wifi var jú löngu komið og er það svo sem ekkert nýtt.
en þessi sími er bara svoleiðis miklu flottari en aðrir símar
og margfallt betra stýrikerfi og betri skjár.
Árni Sigurður Pétursson, 10.6.2008 kl. 19:16
Árni, ég verð nú að svara þér :)
það eru margir 5MP símar á markaðinum. Nokia er með 3 stk nú þegar, N82, N95 og N95 8GB og svo eru þeir með fullt af 3.2 MP síma. Þar að auki eru þeir með Carl Zeiss linsu. Sony Ericsson er með 2 eða 3 með 5MP og svo er Samsung líka þarna svo það eru margir inni.
Og MP3 spilarinn í iPod er eingöngu MP3 spilari meðan hinir eru að spila einnig WMA og fleiri tónlistarskrár.
Og varðandi skjáinn þá er það nú ekki rétt að hann sé betri en í öðrum símum. Mög margir símar með sambærilega og jafnvel betri skjái.
En ekki skilja mig sem svo að iPhone sé ekki flott græja. Hann er það, alveg hrikalega flott græja. En sem sími, þá ER iPhone ekki samanburðarhæfur við það besta á markaðinu. Svo einfalt er það svo þess vegna er ég ekki heldur að skilja þetta hype,..það er akkurat ekkert breakthrough í gangi þarna, akkurat ekkert. Þegar fyrsta útgáfan kom var snertiskjárinn í iPhone breakthrough. En núna er EKKERT.
Steini Thorst, 10.6.2008 kl. 19:31
nei ég er svo sem alveg sammála því að iphone er ekkert besti síminn á markaðinum...
þess vegna ákvað ég líka að fá mér ipod touch og vera bara með "drasl" síma
Árni Sigurður Pétursson, 10.6.2008 kl. 19:57
Hmm... hvað með GPS, accelerometer, multi-touch, aukinn hraði, betri rafhlöðu ending, einfaldara notendaviðmót og svo öll þau forrit sem hægt er að fá í tækið og tala nú ekki um það sem er á leiðinni (leikir, hljóðfæraforrit, fagforrit fyrir lækna, lögfræðinga, lyfjafyrirtæki, o.fl.)
Björgvin Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:04
Hvað er þetta með einfaldara viðmót?
Þetta er gluggakerfi og það eru allir símar með það.
Er einfaldara að taka myndir eða ýta á play á MP3 spilaranum?
Þetta er ósköp venjulegt viðmót og er EKKERT betra en önnur.
Afhverju kom ekki frétt um þennan síma
http://www.sonyericsson.com/cws/products/mobilephones/overview/x1?cc=gb&lc=en
Þetta er virkilega flottur sími og er eitthvað sem mig langar að eiga.
Cartman, 10.6.2008 kl. 22:53
Carman, viðmót er ekki bara viðmót. Þó svo að aðrir síma séu líka með "glugga viðmót" þá þarf samt þekkingu til þess að hanna góð kerfi. EItthvað sem fyrirtæki eins og Motorola hafa ekki. Apple er á ákvðinn hátt að segja standardinn í viðmótshönnun.
Andri (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 00:00
Mínus Motorola, það eru vonlausir símar.
Mér finnst viðmóti í Sonyericsson, Nokia og Samsung betra en í Iphone.
Síðan er Windows líka með stýrikerfi fyrir síma, en það er aldrei talað um það í fréttunum.
Ég held að fáfræði blaðamanna sé ástæðan fyrir þessu hype og eru þeir að ýta undir það með að birta endalausar greinar um þennan ómerkilega síma.
Ég fór í leit á MBL, skrifaði Iphone og fékk 48 niðurstöður, 48!
Ég ath síðan N95 sem er flaggskipið frá Nokia og fékk
"Ekkert fannst. Vinsamlegast breyttu leitarskilyrðum og reyndu aftur"
Cartman, 11.6.2008 kl. 01:00
Apple er miksskilið fyrirtæki, hubúnaðurinn frá þeim er alls ekki góður, notagildi lítið og samtengin við önnur kerfi afleidd. það sem apple er að græða á er að viðmótshönnuðir þeirra eru afar færir og allt í viðmóti er til fyrirmyndar. athugið að mac styrikerfin eru yfirleitt töluvert meira bögguð en microsoft og td mæla bankar ekki með að safari vafrari sé notaður á heimabanka vegna þess að hann er svo óöruggur.
joi (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 12:41
Verð að taka undir með Jóni Grétari.
Það er ekki mikið bögg á makkana. Ég flúði einmitt PC heiminn vegna þess að ég var komin með ógeð af öllu veseninu í kringum vírusana sem að herja á hann. Endalaust að vesenast með vírusvarnir, skanna tölvuna og vesen, Auk þess sem að allar Pc tölvurnar sem við höfum átt hafa enst mjög stutt.
Er búin að vera með sama lappann núna í 3 ár, aldrei bilað, enginn vírus, ekkert pop-up vesen og bara allt annað líf.
Makkinn er ekki óöruggur.
Ég talaði einu sinni við einn svona "tölvunörd" hérna þar sem bý, hann var frá USA. Hann sagði mér að langflestir af þessum vírusagerðamönnum, ef ég má kalla þá það, væru á móti Bill Gates og hanna vírusana til að herja á PC. Hann sagði líka að það væri erfiðar að herja á makkana þar sem að þeir eru stöðugt að uppfæra forritin og gera þeim þannig erfiðara fyrir.
Hann á sjálfur PC sem að hann setti saman sjálfur og notar í svona grúsk en hann er mjög hrifinn af apple og á líka slíkan grip sem hann notar í tónlistarvinnu og myndvinnslu. (Enda makkinn þekktur fyrir að vera góður í slíkt)
Ég ætla allavegana ekki að skipta aftur í PC nema eitthvað mikið breytist.
Margrét (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:42
http://computerworld.co.nz/news.nsf/scrt/406FC7BDD24143E0CC2573E10075604A ætti að svara einhverjum spurningum en það að öryggisholur í mac eru fleiri geturðu googleað og þú færð niðurstöður svipaðar þessum http://blogs.csoonline.com/windows_vista_90_day_vulnerability_report með það að tengjast, það eru hellingur að tækjum sem ekki gefa út drivera fyrir mac os. ekki misskilja mig, mér er ekker hlítt til microsoft og nota vejulega Ububtu linux 8.04. en í vinnu þarf ég að nota windows þar sem ég forrita í visual studio.
joi (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:23
vel að merkja linux kerfin, einsog ubuntu sem ég nota eru töluvert opnari fyrir árásum að öllu jöfnu, en það eru svo fáir virusar gerður sem ráðast á linux og mac os vegna þess að það nota þessi kerfi svo fáir. ef jan margir notuðu windows linux og mac os þá væri windows lang öruggast, miðað við núverandi kerfi. en það er ljótast og leiðinlegast.
joi (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:29
Ég haf aldrei skilið þennan mac fetis.
Ef ég þarf að nota mac í meira en 15 mínútur, þá er hún kominn á veggin hjá mér.
Þetta eru gjörsamlega óþolandi stýrikerfi. að gerir ekkert eins og það á að gera.
Vírusar eru gamalt myth. Ég hef ekki fengið vírus síðan Windows 98.
Annars er ég að tala um síma.
Cartman, 12.6.2008 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.